Handknattleikur
KA-menn stefna á þriðja bikar tímabilsins
03.04.2025 kl. 15:15

Zdravko Kamenov og Gísli Marteinn Baldvinsson, fyrirliðar KA, eftir að félagið varð bikarmeistari á dögunum. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Deildarmeistarar KA í blaki karla hefja leik í undanúrslitum Íslandsmótsins, Unbroken-deildarinnar, í kvöld þegar þeir taka á móti liði Aftureldingar. Fjögur lið fara í úrslitakeppnina, en hin viðureignin er á milli Þróttar R. og Hamars, sem spila sömu daga.
- Unbroken-deild karla í blaki – undanúrslit – leikur 1
KA-heimilið kl. 19.00
KA – Afturelding
KA vann allar þrjár viðureignir þessara liða í deildarkeppninni í vetur sem og í bikarkeppninni.
Annar leikur í einvíginu er á dagskrá í Mosfellsbænum sunnudaginn 6. apríl og sá þriðji, ef þarf, miðvikudaginn 9. apríl. Vinna þarf tvo leiki til að fara áfram í úrslitaeinvigið um Íslandsmeistaratitilinn.