Fara í efni
Handknattleikur

KA-menn töpuðu illa fyrir öflugum Haukum

Skarphéðinn Ívar Einarsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður í gærkvöldi. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason

KA-menn áttu aldrei möguleika þegar Haukar komu í heimsókn í gærkvöldi í 2. umferð Olísdeildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta. Gestirnir flugu suður með tvö stig í pokahorninu eftir átta marka sigur, 34:26. Haukar eru efstir í deildinni, hafa unnið báða leikina, en KA-menn hafa tapað báðum leikjum.

Akureyri.net hafði ekki tök á að fylgjast með leiknum en skv. mbl.is voru Haukar miklu betri nán­ast all­an fyrr hálfleik­inn og þurftu ekki lang­an tíma í sókn­um sín­um til að opna KA-vörn­ina. „Þeir leiddu 7:4, 10:5 og 13:7 og markverðir KA vörðu ekki skot fyrr en eft­ir átján mín­út­ur. Mest­ur varð mun­ur­inn sjö mörk í stöðunni 18:11. Þá breytt­ist takt­ur­inn í leikn­um og KA nýtti fimm síðustu mín­út­ur fyrri hálfleiks til að minnka mun­inn í tvö mörk. Hálfleiksstaðan var 18:16 og markverðir KA bún­ir að verja eitt skot hvor,“ segir Einar Sigtryggsson á mbl.is.

Einar segir einnig: KA „var í elt­inga­leik all­an seinni hálfleik­inn en snemma í hon­um komust Hauk­arn­ir fimm mörk­um yfir. Þeir gerðu svo ekki sömu mis­tök­in og und­ir lok fyrri hálfleiks og hleyptu KA-mönn­um aldrei ná­lægt sér. Heima­menn fengu stöður í leikn­um til að höggva nærri Hauk­un­um en nýttu þær illa og því fór sem fór.

Skarp­héðinn Ívar Ein­ars­son fór á kost­um í Haukaliðinu á sín­um upp­eld­is­slóðum. Hann raðaði inn mörk­um í fyrri hálfleikn­um ásamt Öss­uri Har­alds­syni. Hann hélt svo bara upp­tekn­um hætti í seinni hálfleikn­um.

Ein­ar Birg­ir Stef­áns­son var lang­drýgst­ur hjá KA, jafnt í sókn­inni sem vörn­inni. Dag­ur Árni Heim­is­son studdi vel við Ein­ar Birgi og skoraði mikið.“

Nánar hér á mbl.is og hér og hér

Smellið hér til að sjá viðtal við Halldór Stefán þjálfara KA

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins