Einar og Matea best hjá KA og KA/Þór
Einar Rafn Eiðsson var valinn besti leikmaður handboltaliðs KA í vetur og Matea Lonac best hjá KA/Þór. Þetta var tilkynnt í lokahófi handknattleiksdeildar KA og KA/Þórs sem fram fór á miðvikudaginn í KA-heimilinu.
Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:
- Bestur hjá KA: Einar Rafn Eiðsson
- Efnilegastur hjá KA: Skarphéðinn Ívar Einarsson
- Besti liðsfélagi hjá KA: Haraldur Bolli Heimisson
- Best hjá KA/Þór: Matea Lonac
- Efnilegust hjá KA/Þór: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir
- Besti liðsfélagi hjá KA/Þór: Anna Þyrí Halldórsdóttir
Fimm leikmenn voru heiðraðir fyrir að spila 100 leiki fyrir KA eða KA/Þór; Patrekur Stefánsson, Arnór Ísak Haddsson og Daði Jónsson fyrir KA og Aðalheiður Jóhannsdóttir og Matea Lonac með KA/Þór.
Þá var þeim Rut Arnfjörð og Ólafi Gústafssyni þakkað sérstaklega fyrir framlag þeirra til félaganna á undanförnum árum en þau eru á förum frá Akureyri. Sömu sögu má segja um Telmu Ósk Þórhallsdóttur og Skarphéðin Ívar Einarsson.
Arna Valgerður Erlingsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson, fráfarandi þjálfarar KA/Þórs, fengu blómvönd fyrir sín störf og sömuleiðis Guðlaugur Arnarsson en hann lætur nú af störfum sem aðstoðarþjálfari KA.