Annar deildarsigurinn í röð hjá KA/Þór
KA/Þór vann sinn annan sigur í röð í Olísdeildinni í handbolta og þriðja sigurinn í röð að meðtaldri bikarkeppninni, á aðeins einni viku. Mótherjarnir í dag voru ekki af verri endanum, Fram, og það í Úlfarsárdalnum. Lokatölur urðu 21-22.
Leikurinn var jafn og spennandi frá byrjun, en KA/Þór með frumkvæðið þar til í stöðunni 4-7 þegar Fram skoraði sjö mörk í röð og breytti stöðunni í 11-7. KA/Þór svaraði þessu áhlaupi, jafnaði leikinn og náði aftur forystunni og frumkvæðinu í leiknum. KA/Þór hafði eins marks forystu í leikhléi, 11-12. Seinni hálfleikurinn var hnífjafn og spennandi, en KA/Þór áfram með frumkvæðið. Fram náði að jafna nokkrum sinnum, en KA/Þór svaraði og hékk á forystunni til enda. Eftir spennandi lokamínútur var niðurstaðan eins marks sigur KA/Þórs, 21-22.
Matea Lonac sýndi frábæra frammistöðu í marki KA/Þórs í dag, með 43% markvörslu. Hún varði 16 skot, þar af tvö víti. Lydía Gunnþórsdóttir skoraði flest mörk KA/Þórs, fimm.
Þetta er annar sigur liðsins í röð í deildinni og þriðji sigurleikurinn í röð að meðtaldri bikarkeppninni. Þrátt fyrir sigurinn er KA/Þór enn í 6. sæti deildarinnar, nú með fimm stig, einu minna en ÍR.
Til að skoða ítarlega tölfræði úr leiknum - smellið hér.
Til að skoða stöðuna í deildinni - smellið hér.
Helstu tölur úr leiknum
Fram
Mörk: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Alfa Brá Hagalín 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Elma Ólöf Guðjónsdóttir 1, Íris Anna Gísladóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnason 9 (30%).
Refsingar: 6 mínútur.
KA/Þór
Mörk: Lydía Gunnþórsdóttir 5, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Nathalia Soares Baliana 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Rafaele Nacimento Fraga 2, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Isabella Fraga 1.
Varin skot: Matea Lonac 16 (43,2%).
Refsingar: 12 mínútur.