Tundurduflið sprengt skammt frá Akureyri

Tundurduflið sem togarinn Björg EA fékk í veiðarfærin og kom með að landi á Akureyri í gær var sprengt í Eyjafirði um laust fyrir klukkan 13 í dag. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar sem Akureyri.net ræddi við telur duflið tæp 150 kíló – „þokkalega öflugt dufl,“ sagði Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur í samtali við blaðamann eftir að verkinu var lokið.
Sprengingin var býsna öflug og jörð notraði í grennd. Sprengt var undan Svalbarðsströnd, skammt neðan við bæinn Sigluvík. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og félagar í Súlum - björgunarsveitinni á Akureyri sigldu á staðinn á báti Súlna, drjúga stund tók að undirbúa verkið og allt gekk að óskum.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og félagar í Súlum voru drjúga stund að undirbúa sprenginguna.
Tundurduflið var sprengt var skammt undan bænum Sigluvík á Svalbarðsströnd sem er á myndinni.
Nánar á eftir


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
