Söfnun kjörkassa gengur eftir áætlun

Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi voru birtar skömmu fyrir kl. 23 í kvöld, en þá höfðu einungis 2.000 atkvæði verið talin. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hve margir kjósendur greiddu atkvæði í kjördæminu, en 31.039 manns voru á kjörskrá.
Reikna má með næstu tölum úr Norðausturkjördæmi einhvern tíma upp úr miðnætti, en enn er einungis verið að telja atkvæði úr hluta kjördæmisins. Eva Dís Pálmadóttir, sem situr í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis, sagði í samtali við Akureyri.net nú fyrir skömmu að söfnun kjörkassa gangi samvæmt áætlun á norðausturhorninu.
Enn er verið að safna saman og flytja kjörkassa af Austurlandi upp á Egilsstaði þaðan sem ætlunin er að flugvél Norlandair flytji kjörkassana til Akureyrar. Körfundi lauk kl. 22 á stærstu stöðunum og því talsvert í það að atkvæðaseðlar af Austurlandi berist til Akureyrar og komi inn í tölur úr kjördæminu.


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
