Fara í efni
Gervigreind

SA-sigur og níu stiga forskot á toppnum

Leikmenn Skautafélags Akureyrar fagna marki. Mynd: Rakel Hinriksdóttir

Karlalið SA í íshokkí vann 4-2 sigur á liði Skautafélags Hafnarfjarðar (SFH) í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld og náði þar með níu stiga forskoti á toppi Íslandsmótsins, Toppdeildarinnar, þegar níu stig eru eftir í pottinum hjá helstu keppinautunum um deildarmeistaratitilinn, SA og SR.

Fyrstu leikhlutinn var líflegur í meira lagi, fimm marka veisla. Gestirnir úr SFH komust tvívegis yfir, en SA jafnaði tvívegis með mörkum Róberts Hafberg og Baltasars Hjálmarssonar. Halldór Skúlason kom SA í forystu þegar stutt var eftir af leikhlutanum. Staðan breyttist hins vegar ekkert í öðrum leikhluta, hvorugu liðinu tókst að skora. Jóhann Már Leifsson skoraði svo eina mark þriðja leikhlutans og kom SA í 4-2 þegar tæpar níu mínútur voru eftir af leiknum. Ekki meira skorað og sigurinn í höfn.

Akureyringar voru mun aðgangsharðari við mark gestanna og áttu til dæmis 30 fleiri skot á markið samkvæmt tölfræði leiksins, 55 skot á móti 25 skotum Hafnfirðinga.


SA
Mörk/stoðsendingar: Róbert Hafberg 1/1, Baltasar Hjálmarsson 1/1, Halldór Skúlason 1/0, Jóhann Már Leifsson 1/0, Atli Sveinsson 0/2, Hafþór Sigrúnarson 0/1, Andri Már Mikaelsson 0/1.
Varin skot: Róbert Steingrímsson 23 (92%).
Refsimínútur: 12.

SFH
Mörk/stoðsendingar: Steinar Grettisson 1/0, Styrmir Maack 1/0, Jerzy Gus 0/1, Björn Róbert Sigurðarson 0/1, Braiden van Herk 0/1
Varin skot: Radek Haas 51 (92,73%).
Refsimínútur: 14.

Með sigrinum kom SA sér í þægilega stöðu á toppi deildarinnar með níu stiga forskot á SR. SA er með 35 stig og SR 26 þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir. SR þarf því að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru og SA að tapa öllum sínum til að SR geti náð SA á toppnum. Tveir af þeim þremur leikjum sem liðin eiga eftir eru reyndar innbyrðis viðureignir þessara liða í Reykjavík 22. febrúar og á Akureyri 8. mars. 

  • Leikirnir sem eftir eru:
    14.02. – SR - Fjölnir
    20.02. – Fjölnir - SFH
    22.02. – SR - SA
    01.03. – Fjölnir - SA
    08.03. – SA - SR

Leiknum var streymt á YouTube-rás Íshokkísambandsins og má sjá upptöku af honum í spilaranum hér að neðan.

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30