Handbolti og hokkí á heimavöllum í kvöld

Íþróttaveislan heldur áfram í kvöld með heimaleikjum í tveimur íþróttagreinum, handbolta og íshokkí.
FIMMTUDAGUR – Handbolti og íshokkí
Karlalið KA í handknattleik tekur á móti Fram í KA-heimilinu í kvöld í 17. umferð deildarkeppninnar. Fyrir leikinn er Fram í í 2. sæti Íslandsmótsins, Olísdeildarinnar, með 23 stig eins og topplið FH. KA er í 9. sæti með 12 stig. KA nældi sér í tvö mikilvæg stig í 16. umferðinni með fyrsta útisigrinum í vetur þegar liðið sótti ÍR heim.
- Olísdeild karla í handknattleik
KA-heimilið kl. 19
KA - Fram
- - -
Karlalið SA í íshokkí er í góðri stöðu á toppi Íslandsmótsins, Toppdeildarinnar, með sex stiga forskot og leik til góða þegar örfáar umferðir eru eftir. SA tekur í kvöld á móti liði Skautafélags Hafnarfjarðar, SFH, sem eru í 4. sæti deildarinnar, og getur með sigri náð níu stiga forskoti á toppnum. Deildarmeistaratitillinn er þó ekki í höfn þar með.
- Toppdeild karla í íshokkí
Skautahöllin á Akureyri kl. 19:30
SA - SFH
Björninn er þó ekki unninn með sigri í kvöld og auðvitað ekki hægt að ganga að sigri sem vísum, því SA á síðan eftir þrjá erfiða leiki, úti og heima gegn Íslandsmeisturum SR og úti gegn Fjölni. Baráttan um efsta sæti deildarinnar og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppni stendur einmitt á milli SA og SR, en SA í góðri stöðu eins og áður sagði.


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
