Fara í efni
Gervigreind

Kennslustofur tómar en 30 manns í vinnu

Þriðji dagur verkfalls í Lundarskóla. Skólastofur eru tómar en 30 starfsmenn skólans, sem ekki eru kennarar eru þó í vinnunni.

Verkfall hófst í Lundarskóla á þriðjudag. Skólinn er þó síður en svo tómur þó um 500 börn og 40 kennara vanti í skólann.

„Hér eru starfandi stuðningsfulltrúar, skólaliðar og starfsfólk frístundar en við erum með frístund starfandi frá klukkan eitt til korter yfir fjögur. Svo er hér ritari, húsvörður, tölvuumsjónarmaður, þroskaþjálfi og starfsfólk í eldhúsi. Síðan er það ég og staðgengill skólastjóra,“ segir Maríanna Ragnarsdóttir, skólastjóri Lundarskóla, þegar blaðamaður Akureyri.net leit við í skólanum í morgun, á þriðja degi verkfalls. Skólinn var sannarlega tómlegur á að líta en þeir starfsmenn sem þar voru, höfðu þó nóg að gera, þó engin væru börnin. 

Það finnst engum skemmtilegt að fara í verkfall. Ég vona auðvitað að þetta leysist sem allra fyrst en nú sit ég ekki við samningaborðið. Miðað við fréttir lítur þetta ekkert rosalega vel út en ég er bjartsýn að eðlisfari.

Maríanna Ragnarsdóttir, skólastjóri Lundarskóla. 

Starfsmenn skólans sinna öðrum verkefnum

„Við reynum að halda alla kjarasamninga en við erum með fullt af verkefnum sem falla undir önnur verkefni og fólk er að sinna þeim. Þá er Akureyrarbær með fræðslugátt og þar er starfsfólk að taka fyrirlestra og sækja sér fræðslu,“ segir Maríanna og nefnir sem dæmi að starfsfólk í eldhúsi hafi verið að baka í frysti og er þannig að undirbúa komu barnanna þegar verkfalli lýkur, stuðningsfulltrúar eru að plasta námsgögn og aðrir starfsmenn hafa t.d farið í létt þrif og tiltekt á sínum svæðum o.s.frv. Aðspurð hvað kennararnir 40 sem starfa við skólann séu að gera í verkfallinu þá segir Maríanna að tíu þeirra hafi farið í verkfallsvörslu til Sauðárkróks á þriðjudaginn og svo hittist þeir úti í bæ á fundum. „Það finnst engum skemmtilegt að fara í verkfall. Ég vona auðvitað að þetta leysist sem allra fyrst en nú sit ég ekki við samningaborðið. Miðað við fréttir lítur þetta ekkert rosalega vel út en ég er bjartsýn að eðlisfari.“

Engin kennsla er í Lundarskóla á Akureyri en frístund er opin á hefðbundnum tíma.

Foreldrar áhyggjufullir

Aðspurð um stemninguna hjá foreldrum barna í Lundarskóla segir Maríanna að vissulega hafi foreldrar áhyggjur af námi barna sinna og harmi verkfall en á sama tíma hafi starfsfólk fundið fyrir stuðningi við kjarabaráttu kennara.

„Það eru allir meðvitaðir um það, vona ég, að það er gríðarlega mikilvægt starf sem fer fram innan skólans og þess vegna vill fólk að fólki þar líði vel og geti sinnt starfi sínu vel,“ segir Maríanna. Hún segist hafa fengið fullt af póstum frá foreldrum sem eru að spyrja út í námsgögn og námsefni. „Það er hægt að finna margt inn á mms.is en síðan er allur lestur undirstaða náms. Það besta sem hægt er að gera í stöðunni er að láta krakkana lesa heima. Sjálf lenti ég í verkfalli sem nemandi oftar en einu sinni og viti menn það varð eitthvað úr mér,“ segir Maríanna og bætir við að krakkarnir séu flottir og duglegir og ef foreldrar styðji við nám þeirra hafi hún ekki stórar áhyggjur af þeim námslega. Námið er hins vegar eitt, félagslegi þátturinn er annað, og segist Maríanna hafa síður áhyggjur af því hvar krakkarnir séu á daginn og hvað þeir séu að gera á meðan á verkfallinu stendur því það að vera í skóla sé líka félagslegt. „Við viljum auðvitað að þetta gangi hratt fyrir sig en eins og staðan er núna þá lítur þetta ekkert spes út. En við tökum bara einn dag í einu, það verður a.m.k. verkfall fram að helgi.“

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30

Temjum tæknina III: Uppfærð kortasjá og ný heimasíða

Magnús Smári Smárason skrifar
17. september 2024 | kl. 14:15