Húsheild Hyrna fær leikskólann í Hagahverfi

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar samþykkti á dögunum að ganga til samninga við Húsheild Hyrnu ehf. um hönnun og byggingu leikskóla í Hagahverfi og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Fjórar tillögur bárust, en ein þeirra kom ekki til mats, að því er fram kemur í niðurstöðu dómnefndar. Þrjár voru teknar til mats og tvær þeirra uppfylltu skilyrði útboðs og ákvæði útboðslýsingar og taldi dómnefnd þær koma til greina til framkvæmda.
Kostnaðaráætlun við alútboð og hönnun á leikskólanum hljóðar upp á tæpan 1,5 milljarð króna. Fyrirtækin tvö sem komu til greina á endanum voru ÁK smíði og Húsheild Hyrna. Tilboð Húsheildar Hyrnu var rúmri 51 milljón króna yfir kostnaðaráætlun (3%) og tilboð ÁK smíði rúmri 191 milljón króna (13%) yfir kostnaðaráætlun. Við mat á hagstæðasta tilboði er notað umreiknað tilboðsverð, það er tilboðsverð viðkomandi fyrirtækis þar sem einkunn matsnefndar fyrir tilboðin kemur til lækkunar á samanburðarverði.
Leikskólanum er ætlaður staður á svæði milli Haga- og Naustahverfis, á torfu þar sem bærinn Naust II stendur. Akureyrarbær er með skipulagsbreytingu vegna svæðisins í ferli, eins og Akureyri.net greindi frá í maí.
- Leikskóli í Hagahverfi - lóðin stækkuð og færð | akureyri.net
- Svæðið milli Naustahverfis og Hagahverfis - Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu | Akureyrarbær (akureyri.is)


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
