Fyrsta heimatap Þórs kom gegn Stjörnunni

Stjarnan varð í dag fyrsta liðið til að leggja lið Þórs að velli í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar liðin mættust í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar fyrir tvískiptingu. Eftir hnífjafnan og spennandi leik máttu Þórsstelpurnar játa sig sigraðar og lauk þar með sigurhrinu sem staðið hefur í tæpa þrjá mánuði, en liðið tapaði síðast leik 16. nóvember og hafði ekki tapað heimaleik frá því í apríl í fyrra. Sigurhrinan var 12 leikir, tíu sigrar í Bónusdeildinni og tveir í bikarkeppninni, þar til í kvöld.
Esther Fokke skoraði flest stig Þórsliðsins, 29. Maddie Sutton heldur uppteknum hætti undir körfunni, tók alls 22 fráköst í leiknum og skoraði 19 stig. Hjá Stjörnunni voru Ana Clara Paz og Diljá Ögn Lárusdóttir atkvæðamestar með 29 og 26 stig.
- Þór - Stjarnan (22-21) (20-23) 42-44 (26-26) (18-19) 86-89
Tölfræðin úr leiknum
Helstu tölur leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar:
- Esther Fokke 29 - 2 - 5
- Amandine Toi 21 - 1 - 2
- Maddie Sutton 19 - 22 - 5 - 39 framlagsstig
- Emma Karólína Snæbjarnardóttir 6 - 3 - 0
- Eva Wium Elíasdóttir 5 - 2 - 1
- Hanna Gróa Halldórsdóttir 4 - 2 - 0
- Natalia Lalic 2 - 3 - 1
Eftir tap Þórs í kvöld eiga bæði Keflavík og Njarðvík möguleika á að ná Þór að nýju, en bæði eiga þó erfiða leiki á morgun. Keflavík tekur á móti efsta liði deildarinnar, Haukum, og Njarðvík sækir Val heim. Haukar eru í efsta sætinu, hafa unnið 13 leiki. Þór er í 2. sæti með 12 sigra, en Keflavík og Njarðvík hafa bæði unnið 11 leiki. Þessi þrjú lið eiga leik til góða á Þórsliðið.


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
