Þór/KA tapaði í Laugardalnum í dag

Þór/KA náði ekki að fylgja eftir stórsigri liðsins á Tindastóli á dögunum, en liðið lék annan leik sinn í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í dag. Þór/KA sótti Þrótt heim og mátti þola 2-1 tap.
Þróttarar komust yfir strax á 6. mínútu með marki Freyju Karínar Þorvarðardóttur. Þróttarar með eins marks forystu í leikhléi. Eftir álíka langan tíma í seinni hálfleiknum bætti Þórdís Elva Ágústsdóttir við öðru marki Þróttar með glæsilegu skoti. Það var svo ekki fyrr en í viðbótartíma leiksins sem Þór/KA tókst að minnka muninn, en þar var Emelía Ósk Krüger á ferðinni. Lokatölur urðu 2-1.
- Þróttur - Þór/KA 2-1 (1-0)
Leikskýrslan
Staðan í deildinni
Valur og Þróttur eru bæði með sex stig eftir tvo sigra í tveimur fyrstu umferðunum, en Þór/KA er í 3. sæti með þrjú stig. Tvö efstu liðin í hvorum riðli fara áfram í undanúrslit keppninnar.


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
