Bæjarráð samþykkti hækkanir Norðurorku

Bæjarráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt ákvörðun stjórnar Norðurorku um breytingar á gjaldskrá vatns- og fráveitu og vísað áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Stjórn Norðurorku ákvað gjaldskrárhækkanir fyrir hita-, raf-, vatns- og fráveitu, eins og Akureyri.net hefur fjallað um. Ákvörðun fyrirtækisins vakti litla gleði hjá Önnu Júlíusdóttur, formanni Einingar-Iðju, og skrifuðust hún og Ásthildur Sturludóttir á um málið í framhaldinu.
- Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum | Anna Júlíusdóttir
- Akureyrarbær stendur við sitt | Ásthildur Sturludóttir
- Gagnsæi, ábyrgð og sameiginleg markmið | Anna Júlíusdóttir
Ákvarðanir stjórnar Norðurorku um gjaldskrárbreytingar fara annars vegar fyrir bæjarstjórn, vegna vatns- og fráveitu, og hins vegar til Orkustofnunar og ráðuneytis vegna hita- og rafveitu.
Upplýsingar um ákvörðun stjórnar Norðurorku, hækkanir á gjaldskrám einstakra veitna, ásamt rökstuðningi stjórnarinnar og upplýsingum um ástæður að baki þeim hækkunum sem stjórnin telur þörf á má finna í frétt Akureyri.net um málið frá 20. nóvember.


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
