Bærinn afsalar sér 85% eignarhluta í Hlíð
Í umræddum samningi er kveðið á um að þinglýst kvöð verði sett á lóðina um að starfsemi á henni skuli vera vegna þjónustu í almannaþágu og jafnframt verði hjúkrunarheimilinu afmörkuð sérstök lóð, en 12 raðhúsaíbúðir fyrir aldraða fái sérstaka lóð. Íbúðirnar eru í eigu Akureyrarbæjar og eru ekki hluti af samningnum um endurbætur húsnæðis Hlíðar.
Skipulagsuppdráttur sem sýnir skiptingu lóðarinnar Austurbyggð 17 í tvær lóðir.
Samningurinn kveður jafnframt á um yfirtöku ríkisins á 85% eignarhlut í Austurbyggð 17 á móti 15% eignarhluta Akureyrarbæjar. Á grundvelli samkomulagsins mun ríkissjóður fjármagna viðhalds- og endurbótaframkvæmdir á hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir allt að 1.250 milljónir króna, sem uppreiknast miðað við vísitölu neysluverðs frá undirritun samkomulagsins.