Fara í efni
Frjálsíþróttir

Baldvin stórbætti Íslandsmetið í 5000 m hlaupi

Akureyringurinn Baldvin Þór Magnússon, liðsmaður UFA, stórbætti í gærkvöldi tveggja ára gamalt Íslandsmet Hlyns Andréssonar í 5.000 metra hlaupi á fyrsta utanhússmóti sínu í ár í Bandaríkjunum.

Baldvin Þór bætti metið um hvorki meira né minna en 12 sekúndur! Hljóp á 13 mínútum, 45,66 sekúndum. Hann kom fjórði í mark, um fimm sekúndum á eftir sigurvegaranum, en árangur Baldvins er einn sá besti í sögu Eastern Michigan háskólans. Hlaupið var hratt því þeir fjórir fyrstu eiga nú fjóra bestu tíma háskólamanna í greininni vestanhafs í ár.

Smelltu hér til að lesa um Íslandsmet Baldvins í 3000 metra hlaupi innanhúss um daginn