Fara í efni
Frjálsíþróttir

Íslandsmet í 5.000 m þrjár helgar í röð!

Baldvin Þór Magnússon eftir að hann varð þriðji í 5.000 m hlaupi á nýju Íslandsmeti á Evrópumóti 23 ára og yngri. Ljósmynd: FRÍ.

Hlyn­ur Andrés­son stórbætti í gær vikugamalt Ís­lands­met Bald­vins Þórs Magnússon­ar úr UFA í 5.000 metra hlaupi. Hlynur hljóp á 13:41,06 mín­út­um á Fland­ers Cup mótinu í Belgíu – nærri fjórum sekúndum undir meti Akureyringsins.

Baldvin Þór hljóp á 13:45,00 mín. um síðustu helgi á Evrópumeistaramóti 23 ára og yngri í Tallinn í Eistlandi, þar sem varð í þriðja sæti og fékk bronsverðlaun, en helgina þar á undan hafði Hlynur bætt fyrra met Baldvins frá því í vetur. Íslandsmetið í 5.000 m hlaupi hefur því fallið þrjár helgar í röð. Þess vegna verður spennandi að fylgjast með því þegar Baldvin Þór hleypur vegalengdina næst!