Fara í efni
Frjálsíþróttir

Fimm viðurkenningar FRÍ til Akureyrar

Þorbergur Ingi Jónsson, Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, Baldvin Þór Magnússon, Glódís Edda Þuriðardóttir og Anna Sofia Rappich.

Fimm Akureyringar  fengu viðurkenningu á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir 2021 sem fram fór rafrænt í vikunni. Fimmmenningarnir eru:

Millivegalengdahlaupari ársins í karlaflokki – Baldvin Þór Magnússon, Ungmennafélagi Akureyrar, UFA

Óvæntasta afrekið – Baldvin Þór Magnússon, UFA

Utanvegahlaupari ársins í karlaflokkið – Þorbergur Ingi Jónsson, UFA

Langhlaupari ársins í kvennaflokki – Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA

Óvæntasta afrek 19 ára og yngri – Glódís Edda Þuriðardóttir, Kraftlyftingafélagi Akureyrar, KFA

Besta afrek öldunga í kvennaflokki – Anna Sofia Rappich, UFA

Smellið hér til að sjá lista yfir alla sem fengu viðurkenningu að þessu sinni.