Fara í efni
Ferðaþjónusta

Vinna hafin við að steypa flugstöðina

Ljósmynd: Hörður Geirsson

Byrjað er að steypa undirstöður nýju flugstöðvarbyggingarinnar á Akureyrarflugvelli. Enn er ekki ljóst hvenær verktakinn fær allt nauðsynlegt efni afhent en Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, segir að þrátt fyrir einhverjar tafir sé enn gert ráð fyrir verklokum við nýja húsið um áramót.

„Það er góður áfangi að ná að steypa undirstöðurnar. Við erum ekki komin með dagsetningu frá verktakanum á afhendingu á burðarvirkinu,“ segir Sigrún við Akureyri.net. Það skýrist af ástandinu í heiminum í dag. Sama vandamál er upp á Keflavíkurflugvelli og varðandi uppbyggingu Nýja Landspítalans.

„Ég er samt vongóð að þegar efnið kemur verði hægt að vinna hratt við að reisa húsið. Við erum ennþá að horfa á áramótin sem verklok á nýja húsinu og að þá verði hafist handa við að breyta gamla hlutanum,“ segir Sigrún.

Unnið er að bráðabirgðalausn í suðurenda flugstöðvarinnar fyrir innanlandsflug og segir Sigrún að því verki ljúki fljótlega.

Sjáðu hvernig flugstöðin verður