Ferðaþjónusta
Fyrsti hluti heimasíðu Driftar EA opnaður
04.07.2024 kl. 09:15
Fyrsti hluti heimasíðu DriftarEA , www.driftea.is hefur verið opnaður formlega og nú geta því bæði fyrirtæki og einstaklingar skráð sig til þátttöku í því að byggja upp nýsköpunarsamfélagið og gerst Driftarar, segir í tilkynningu frá félaginu.
Þar segir ennfremur:
- DriftEA er sjálfstætt og óhagnaðardrifið félag sem hefur þann tilgang að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Meðal þess sem DriftEA býður upp á eru aðstaða fyrir frumkvöðla og fyrirtæki þar sem markmiðið er að stuðla að uppbyggingu og vexti á grunni nýsköpunar.
- DriftEA mun vinna að því að tvinna saman nýsköpun og iðandi atvinnulíf og öflugt skólasamfélag.
- Helstu áherslur í starfi DriftarEA verða: matvælaframleiðsla, líftækni, hugbúnaður í sjávarútvegi, grænar lausnir, heilbrigðis – og öldrunarmál.
- Við höfum fundið fyrir miklum áhuga í samfélaginu á að taka þátt í uppbyggingu DriftarEA með okkur. Sérstaklega eftir fundinn sem haldin var 16. maí í Hofi. Lesa meira hér.
- Nú höfum við opnað formlega fyrir þátttöku á heimasiðu DriftarEA. Við höfum svo samband við þá aðila sem skrá sig sem Driftari og tökum næstu skref með þeim.
- Einnig hefur verið opnað fyrir skráningar í Messann. Lesa meira hér.
- „Það er mikilvægt að nefna það að Messinn er samskomustaður skapandi og kraftmikils fólks, fyrirtækja og fræðanets. Þar tengjast saman nýsköpun, tækni, rannsóknir og frumkvöðlar. Aðild að Messanum veitir aðgang að tengslaneti, viðburðum og vinnuaðstöðu. Þar er áhersla á að fólk, fullt af eldmóði og sköpunargleði hittist, njóti veitinga, skiptist á upplýsingum, skoðunum og fái innblástur í verkefni sín eða fyrirtæki. Meira efni kemur á heimasíðu Driftar EA í sumar og stefnum við á að hefja starfsemi í haust.“
Viltu verða Driftari? – smelltu þá hér