Fara í efni
Evrópukeppni í handbolta

Karlalið KA leikur einnig til úrslita

Karlalið KA í blaki leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eins og kvennalið félagsins. KA-strákarnir sigruðu Aftureldingu 3:1 í Mosfellsbæ um helgina, tvo sigra þurfti til að vinna einvígið og KA hafði áður lagt Mosfellinga að velli í KA-heimilinu. 

Afturelding vann fyrstu hrinuna 25:22 en KA síðan þrjár í röð, 25:18, 25:21 og 25:20.

KA mætir annað hvort Hamri úr Hveragerði eða Reykjavíkur-Þrótti í úrslitum. Þróttur vann fyrsta leikinn 3:0 á heimavelli en Hamar sneri blaðinu við og vann 3:0 á heimavelli um helgina. Liðin mætast í oddaleik á miðvikudaginn.