Fara í efni
Daniel Willard Fiske

Tvö ný fræðsluskilti sett upp í Grímsey

Á tveimur fræðsluskiltum sem nýverið voru sett upp í Grímsey er annars vegar greint frá sögu eyjarinnar og hins vegar frá eðli heimskautsbauganna. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Skiltin tengjast bæði Norðurstrandarleiðinni (e. Arctic Coast Way). „Grímsey er hluti af Norðurstrandarleiðinni, sem er heillandi leið utan alfaraleiðar þar sem ferðast er meðfram strandlengju Norðurlands. Samtals er leiðin um 900 kílómetra löng. Á leiðinni eru fjölmargir bæir/þorp og auk þess fjórar eyjar, sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju,“ segir á vef bæjarins.

Skiltin tvo eru utan á flugstöðinni í Grímsey og í næsta mánuði koma tvö sambærileg á hafnarsvæðið til að auðvelda gestum eyjarinnar að fræðast um þennan merka stað.

Hægt er að skoða skiltin og fleiri skilti sem finna má í Grímsey hér.

Einnig er hægt að fræðast frekar um Norðurstrandarleiðina hér.