Fara í efni
Covid-19

Þórsarar luku keppni með tapi fyrir Fjölni

Andrius Globys í baráttu undir körfunni í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð umspils 1. deildar. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Þórs í körfuknattleik hefur lokið leik á yfirstandandi tímabili. Þórsarar töpuðu þriðja leiknum í fyrstu umferð umspils 1. deildarinnar í gær þegar þeir sóttu Fjölni heim í Grafarvoginn. 

Fjölnir hafði unnið tvo fyrstu leikina, þann fyrsta í Dalhúsum 100-68, síðan 109-104 á Akureyri á mánudagsvköldið og svo 112-89 í Dalhúsum í gærkvöld. Fjölnir fer þar með áfram í undanúrslit umspilsins, en Þórsarar eru komnir í sumarfrí.

Leikurinn var nokkuð jafn vel fram í þriðja leikhluta. Þórsarar höfðu yfirhöndina í þeim fyrsta, en Fjölnismenn í öðrum leikhluta og höfðu sex stiga forskot, 49-43, þegar liðin gengu til búningsklefa í leikhléinu.

Um miðjan þriðja leikhluta náðu Þórsarar að jafna í 58-58, en eftir það juku heimamenn í Grafarvoginum muninn jafnt og þétt og unnu þennan þriðja leik örugglega og einvígið þar með.

Tim Dalger var iðnastur Þórsara við stigaskorið eins og oft áður, skoraði 33 stig. Reynir Bjarkan Róbertsson skoraði 19 stig. Andrius Globys tók flest fráköst Þórsara, níu. Sigvaldi Eggertsson skoraði flest stig Fjölnismanna, 28, og Birgir Leó Halldórsson kom næstur með 20 stig.

Helstu tölur einstakra leikmanna, stig, fráköst og stoðsendingar:

  • Tim Dalger 33 - 6 - 1 - 33 framlagsstig
  • Reynir Bjarkan Róbertsson 19 - 5 - 4
  • Orri Már Svavarsson 13 - 6 - 2
  • Andrius Globys 7 - 9 - 5
  • Veigar Örn Svavarsson 6 - 1 - 0
  • Smári Jónsson 5 - 0 - 2
  • Andri Már Jóhannesso 3 - 3 - 0
  • Arngrímur Friðrik Alfreðsson 3 - 0 - 0