Fara í efni
Baldvin Þór Magnússon

Íslandsmet Baldvins í 10 km götuhlaupi

Íslandsmethafinn og móðir hans í Leeds í morgun: Katrín Snædæl Húnsdóttir og Baldvin Þór Magnússon.

Baldvin Þór Magnússon, Ungmennafélagi Akureyrar, bætti enn einu Íslandsmetinu í safnið í dag þegar hann sigraði í 10 km götuhlaupi í  ensku borginni Leeds. Baldvin hljóp á 28 mínútum og 51 sekúndu. Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson átti metið sem var 29,24 mínútur, sett snemma árs 2022.

Baldvin Þór á nú Íslandsmet í fjórum greinum utanhúss. Auk mets dagsins eru það þessi:

  • 1500 m – 3:40,36 mín – sett í mars á þessu ári
  • 3000 m – 7:49,68 mín – sett í júlí á þessu ári
  • 5000 m – 13:32,47 mín – sett í apríl 2022