Baldvin Þór Magnússon
Baldvin í 14. sæti í 3000 m hlaupi á HM
Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar varð í 14. og síðasta sæti í úrslitum 3. 000 metra hlaupsins á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í Belgrad rétt í þessu.
Baldvin hljóp á 8:04,77, mín., 15 sekúndum á eftir næst síðasta manni. Selemon Barega frá Eþíópíu varð heimsmeistari á 7:41,38 mín.
Íslandsmet Baldvins Þórs er 7:47,51 mín. Hann varð í morgun fyrstur íslenskra karla til að hlaupa í úrslitum á heimsmeistaramóti.