Fara í efni
Arctic Therapeutics - Hákon Hákonarson

Styrktu Rauða krossinn um 14 þúsund krónur

 
Vinkonurnar Karen, Aníta Ósk, Eva Sól og Þórunn Gunný eru handlagnar og duglegar að perla. Þær ákváðu að ganga í hús í Síðuhverfi og selja perl til styrktar Rauða krossinum. Það voru stoltar vinkonur sem komu og færðu Rauða krossinum afrakstur vinnunnar, 14.049 krónur. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarstarfs Rauða krossins.
 
Meðfylgjandi er mynd af dömunum og sýnishorn af handverkinu.
 

Tilkynning frá Rauða krossinum