Fara í efni
Amtsbókasafnið

Topplið Ármanns sækir Þórsara heim í kvöld

Þröstur Leó Jóhannsson þjálfari Þórs og Smári Jónsson leikmaður liðsins. Þórsarar glíma við Ármenninga í kvöld. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Þórs í körfuknattleik tekur á móti liði Ármanns í 11. umferð 1. deildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni og hefst kl. 19:15.

Verkefni kvöldsins hjá Þórsliðinu er verðugt því Ármenningar eru á toppi 1. deildarinnar eftir tíu umferðir, hafa unnið átta leiki og aðeins tapað tveimur. Seinni tapleikurinn kom í síðustu umferð gegn ÍA. Þórsarar eru í 8. sæti deildarinnar, hafa unnið fjóra leiki og tapað sex.

  • 1. deild karla í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
    Þór - Ármann