Amtsbókasafnið
Þór og Hamar/Þór mætast í kvöld
17.12.2024 kl. 14:00
Amandine Toi keyrir að körfunni í sigurleik Þórs gegn Njarðvík fyrir stuttu. Ena Viso fylgist með. Njarðvíkingar fóru á toppinn, að minnsta kosti tímabundið, með sigri á grönnum sínum í Keflavík um helgina. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.
Kvennalið Þórs í körfuknattleik tekur á móti Sunnlendingum í Hamri/Þór í 11. umferð Bónusdeildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 19:15.
Þessi lið mættust í 2. umferð deildarinnar í Þorlákshöfn í byrjun október og þá höfðu heimakonur í Hamri/Þór betur, unnu með fjögurra stiga mun, 95-91. Þær hafa hins vegar aðeins unnið tvo leiki síðan þá og sitja í neðsta sæti deildarinnar með þrjá sigra, eins og reyndar Valur, Grindavík og Aþena. Þór er í 4. sæti deildarinnar með sex sigra í tíu leikjum.
Þórsliðið hefur unnið alla heimaleiki sína í deildinni það sem af er þessu tímabili, alls fimm. Tveir af þremur sigrum Hamars/Þórs komu hins vegar á útivelli og eini heimasigur liðsins því gegn Þórsliðinu.
- Bónusdeild kvenna í körfuknattleik
Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
Þór - Hamar/Þór