Amtsbókasafnið
Lestur og bistro kemur í stað Orðakaffis
06.10.2022 kl. 12:20
Enginn kaffihúsarekstur hefur verið í Amtsbókasafninu frá því fyrr í sumar en fljótlega mun færast líf í húsnæðið á nýjan leik. Ljósmynd: Snæfríður Ingadóttir
Enginn kaffihúsarekstur hefur verið í Amtsbókasafninu í rúma tvo mánuði eða síðan Orðakaffi hætti starfssemi sinni í húsinu í lok júlí eftir tæplega 6 ára rekstur.
Akureyrarbær óskaði eftir tilboðum í reksturinn og var umsóknarfrestur til 14. september. Nú liggur niðurstaða dómnefndar fyrir og hefur verið ákveðið að ganga til samninga við MF ehf. sem nú þegar rekur Moe´s food veitingavagninn í miðbæ Akureyrar.
Kaffihúsið mun heita Lestur og bistro og samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila verða meiri heilsusamlegri áherslur í matnum á kaffihúsinu en veitingavagninn mun einnig halda áfram starfsemi sinni þrátt fyrir þessa viðbót.
Stefnt er á að kaffihúsið opni seinna í október.