Fara í efni
Amtsbókasafnið

Höfundar lesa upp á Amtsbókasafninu í kvöld

Nokkrir rithöfundar lesa upp úr bókum sínum á Amtsbókasafninu í kvöld. Samkoman hefst klukkan 20.00.

„Bókasafnsgestir hafa verið duglegir að biðja okkur um að halda höfundakvöld fyrir jólin. Við ákváðum að slá til og bjóða höfundum af svæðinu að koma og kynna bækur sínar á síðustu kvöldopnun ársins,“ segir í tilkynningu frá safninu.

Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður mun kynna höfundana til leiks sem svo lesa upp úr bókum sínum og kynna þær fyrir viðstöddum.  

Rithöfundarnir verða að minnsta kosti fimm, en mögulega bætast einhverjir við. Þau sem hafa boðað komu sína eru:

Hrund Hlöðversdóttir, Hlynur Hallson, Logi Óttarsson, Skafti Ingimarsson og Stefán Þór Sæmundsson.