Alþingiskosningar 2021
MMR: Þingmenn úr sjö flokkum í NA
26.08.2021 kl. 08:43
Samkvæmt nýrri könnun MMR í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is kæmust frambjóðendur sjö flokka í Norðausturkjördæmi á þing að loknum kosningunum 25. september. Af 11 þingmönnum kjördæmisins yrðu sex nýliðar. Samkvæmt könnuninni næði VG ekki manni á þing.
Könnunin, sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is, var gerð dagana 18.-24. ágúst og tóku 932 þátt í henni, en 772 tóku afstöðu til framboða í kosningunum.
Tekið er fram í Morgunblaðinu að svör úr kjördæmum hafi verið mjög mismörg, svo „niðurstöður smærri flokka í fámennari kjördæmum geta byggst á afar fáum svörum, vikmörk há og óvíst hvar þingsæti falla.“
Kjördæmakjörnir
- Logi Einarsson, Samfylkingu
- Ingibjörg Ólöf Isaksen, Framsóknarflokki
- Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki
- Hilda Jana Gísladóttir, Samfylkingu
- Línek Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki
- Einar Brynjólfsson, Pírati
- Haraldur Ingi Haraldsson, Sósíalistaflokki
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokki
- Berglind Ósk Guðmundursdóttir, Sjálfstæðisflokki
Jöfnunarsæti
- Jakob Frímann Magnússon, Flokki fólksins
Nánar hér á mbl.is
Mynd af mbl.is