Hver verður oddviti í stað Steingríms J?
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður, Óli Halldórsson varaþingmaður og Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari sækjast eftir því að taka við oddvitasæti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Forval VG í kjördæminu hófst á miðnætti og stendur til miðnættis á mánudagskvöld.
Steingrímur J. Sigfússon, sem leitt hefur lista VG í kjördæminu frá upphafi gefur ekki kost á sér sem kunnugt er.
Tólf eru í framboði:
- Angantýr Ásgeirsson sálfræðinemi, Akureyri.
- Ásrún Ýr Gestsdóttir byggðaþróunarnemi, Akureyri.
- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður, Ólafsfirði.
- Cecil Haraldsson, fyrrverandi sóknarprestur, Seyðisfirði.
- Einar Gauti Helgason matreiðslumeistari, Akureyri.
- Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi, Eyjafjarðarsveit.
- Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari, Neskaupstað.
- Jana Salóme Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi, Akureyri.
- Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, Múlaþingi.
- Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks VG, Reykjavík.
- Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík.
- Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson bóndi, Þingeyjarsveit.
Forvalið er rafrænt og hægt er að kjósa með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Leiðbeiningar eru á vg.is og þar kemst fólk inn á kosninguna.
Niðurstöður forvalsins verða lagðar til grundvallar að framboðslista flokksins í alþingiskosningunum, en þó með þeim fyrirvara að virða þarf reglur um kynjajafnrétti, aldursdreifingu og fleira. Úrslit á að birta fyrir hádegi á þriðjudaginn.