Alþingiskosningar 2021
Flokkur fólksins birtir allan listann
09.09.2021 kl. 00:30
Flokkur fólksins hefur gengið frá framboðslista í Norðausturkjördæmi, fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður, skipar efsta sæti listans eins og áður hefur komið fram en nöfn allra 20 eru birt í tilkynningu frá flokknum. Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari, er í öðru sæti, Brynjólfur Ingvarsson, læknir, skipar þriðja sæti og Diljá Helgadóttir, lífefnafræðingur og kennari, er í fjórða sæti.
Framboðslistinn er svona í heild:
- Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður
- Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari
- Brynjólfur Ingvarsson, læknir
- Diljá Helgadóttir, lífefnafræðingur
- Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir, verkakona
- Ida Mukoza, hjúkrunarfræðingur
- Karen Telma Birgisdóttir, nemi
- Þórólfur Jón Egilsson, tækjamaður
- Guðrún Þórsdóttir, listakona
- Þorleifur Albert Reimarsson, stýrimaður
- Gísli Gunnlaugsson, tæknifræðingur
- Páll Ingi Pálsson bifvélavirki
- Tomasz Krujowsla ökumaður
- Kjartan Heiðberg, framhaldsskólakennari
- Regína B. Agnarsdóttir, húsmóðir
- Halldór Svanbergsson, bílstjóri
- Agnieszka Kujowska, veitingamaður
- Jónína Auður Sigurðardóttir, leikskólakennari
- Sigurður Stefán Baldvinsson, öryrki
- Erna Þórunn Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur.
- 10 flokkar hafa skilað inn framboðslistum til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi; Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Miðflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar.