Dregið í dag um miða á námskeið Sverris
Dregið verður í dag í leik Akureyri.net og Sverris Ragnarssonar þar sem sex miðar eru í boði fyrir unglinga, 10 til 16 ára, á námskeiðið Töfrarnir í aukaskrefinu sem Sverrir verður með í Hofi næsta laugardag. Nöfn sex verða dregin út og hver fær einn miða.
- Það eina sem gera þarf til að taka þátt í leiknum er að líka við – „læka“– þessa frétt á Facebook, eða tvær þær fyrri sem þegar hafa birst um málið. Þeir sem ekki hafa aðgang að Facebook geta í staðinn sent póst á skapti@akureyri.net og gefið upp nafn og símanúmer.
Sverrir spurði, í viðtali við Akureyri.net á dögunum: „Hvaða árangri viltu ná í lífinu; í vinnu, skóla eða íþróttum? Ég vinn mjög mikið með það að fólk taki ábyrgð á eigin árangri; að það taki 100% ábyrgð á sjálfu sér, því þá er það undir því sjálfu komið hvernig það bregst við því sem getur gerst. Ég vinn líka mikið með sjálfstraust, og jákvæð viðhorf, hvernig það getur gert líf okkar betra.“
Hann spyr:
- Viltu taka meiri ábyrgð á sjálfum þér?
- Viltu hafa jákvæðara viðhorf?
- Viltu fá meira sjálfstraust?
- Viltu verða betri í að setja þér markmið?
- Ertu fastur í þægindahringnum og vilt komast út úr honum?
Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net um námskeiðið: Sverrir og töfrarnir í aukaskrefinu
Smellið hér til að lesa viðtal Akureyri.net við Sverri: Maður verður að trúa á sjálfan sig