Akureyrarvaka
Leitað eftir atriðum fyrir Akureyrarvöku

Akureyrarbær hefur auglýst eftir áhugasömum einstaklingum, fyrirtækjum eða félagasamtökum sem hafa áhuga á að vera með í dagskrá Akureyrarvöku, en hátíðin fer fram helgina 30. ágút til 1. september.
Hér er á ferðinni tilvalið tækifæri til að vera með í að skapa einstaka stemmingu á aðalmenningarhátíð bæjarins, eins og það er orðað á vef bæjarins. Hægt er að skrá þátttöku á www.akureyrarvaka.is