Fara í efni
Akureyrarvaka

Akureyrarvaka: Hvað er um að vera í dag?

Listasafnið á Akureyri fagnar 30 ára afmæli á Akureyrarvöku og í gær voru fimm sýningar opnaðar á safninu. Hlynur Hallsson, safnstjóri, er hér með forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Bæjarhátíðin árlega, Akureyrarvaka, var sett á föstudagskvöldið í Lystigarðinum, fjölmargt var á dagskrá víða um bæinn í gær og hátíðinni lýkur í dag.

 

SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST

  • 10.00 - 11.00 – Morgunflot í Sundlaug Akureyrar 

Boðið verður upp á djúpslakandi flotupplifun undir handleiðslu vatnsmeðferðaraðila Flothettu þar sem þátttakendur eru leiddir af mýkt og öryggi inn í kyrrð og eftirgjöf í þyngdarleysi vatnsins.

Nánar hér

_ _ _

  • 11.00 - 12.00  – Leiðsögn um sýninguna Afmæli 
Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni Afmæli, þar sem sjá má verk norðlenskra myndlistarmanna. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
 

Nánar hér

_ _ _

  • 12.00 - 12.30 – Að vera vera

Almenn leiðsögn um sýningu Brynhildar Kristinsdóttur – Að vera vera, í Listasafninu á Akureyri.

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 13.30 – Heimatónleikar í Naustahverfi

Ásdís Arnardóttir sellóleikari, Dagbjört Ingólfsdóttir fagottleikari og Steinunn Hailer Halldórsdóttir píanóleikari bjóða til klassískra tónlleika í heimahúsi - í Klettatúni 13. 

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 13.30 – Leiðsögn um Hringfara

Almenn leiðsögn um sýninguna Hringfarar í Listasafninu.

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 17.00 – SAMTÍMA í Mjólkurbúðinni

Myndlistarélagið stendur fyrir sýningu í Mjólkurbúðinni á Akureyrarvöku sem ber yfirskriftina SAMTÍMA. Sýningin er liður í að kynna félagsmenn og það sem þeir eru að fást við. 

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 17.00 – Á heimavelli

Thomas Brewer, gestalistamaður Gilfélagsins og Guðmundur Ármann Sigurjónsson, listamaður og kennari, koma saman í Deiglunni og sýna lítil verk á pappír, vatnslitamyndir af Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu, vídeo verk og fjögur málverk í raunstærð af fjölskyldu og vinum.

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 14.30 – Einfaldlega einlægt, í Listasafninu

Almenn leiðsögn um sýningu Kötu saumakomu – Einfaldlega einlægt. Katrín Jósepsdóttir (1914-1994) vann margvísleg störf á lífsleiðinni, en snemma fór hún að sauma og var því oftast kölluð Kata saumakona. 

Nánar hér

_ _ _

  • 15.00 - 15.30 – Afar ósmekklegt, í Listasafninu

Almenn leiðsögn um sýningu Melanie Ubaldo í Listasafninu.

Nánar hér

_ _ _

  • 15.00 - 15.30 – Heimatónleikar í Naustahverfi

Ásdís Arnardóttir sellóleikari, Dagbjört Ingólfsdóttir fagottleikari og Steinunn Hailer Halldórsdóttir píanóleikari bjóða til klassískra tónlleika í heimahúsi - í Klettatúni 13.

Nánar hér

_ _ _

  • 16.00 - 16.30 – Töfrasproti tréristunnar

Almenn leiðsögn um sýningu Drafnar Friðfinnsdóttur – Töfrasproti tréristunnar. Dröfn Friðfinnsdóttir (1946-2000) nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1962-1963 og við Dupointskólann í Kaupmannahöfn 1964. Haustið 1982 hóf hún nám við Myndlistaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan frá málaradeild 1986. Hún hélt áfram námi í Finnlandi 1987-1989. Dröfn hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir list sína og 1998 var hún Bæjarlistamaður Akureyrar.

Nánar hér