Akureyrarvaka: Hvað er um að vera í dag?
Bæjarhátíðin árlega, Akureyrarvaka, var sett á föstudagskvöldið í Lystigarðinum, fjölmargt var á dagskrá víða um bæinn í gær og hátíðinni lýkur í dag.
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST
- 10.00 - 11.00 – Morgunflot í Sundlaug Akureyrar
Boðið verður upp á djúpslakandi flotupplifun undir handleiðslu vatnsmeðferðaraðila Flothettu þar sem þátttakendur eru leiddir af mýkt og öryggi inn í kyrrð og eftirgjöf í þyngdarleysi vatnsins.
Nánar hér
_ _ _
- 11.00 - 12.00 – Leiðsögn um sýninguna Afmæli
Nánar hér
_ _ _
- 12.00 - 12.30 – Að vera vera
Almenn leiðsögn um sýningu Brynhildar Kristinsdóttur – Að vera vera, í Listasafninu á Akureyri.
Nánar hér
_ _ _
- 13.00 - 13.30 – Heimatónleikar í Naustahverfi
Ásdís Arnardóttir sellóleikari, Dagbjört Ingólfsdóttir fagottleikari og Steinunn Hailer Halldórsdóttir píanóleikari bjóða til klassískra tónlleika í heimahúsi - í Klettatúni 13.
Nánar hér
_ _ _
- 13.00 - 13.30 – Leiðsögn um Hringfara
Almenn leiðsögn um sýninguna Hringfarar í Listasafninu.
Nánar hér
_ _ _
- 14.00 - 17.00 – SAMTÍMA í Mjólkurbúðinni
Myndlistarélagið stendur fyrir sýningu í Mjólkurbúðinni á Akureyrarvöku sem ber yfirskriftina SAMTÍMA. Sýningin er liður í að kynna félagsmenn og það sem þeir eru að fást við.
Nánar hér
_ _ _
- 14.00 - 17.00 – Á heimavelli
Thomas Brewer, gestalistamaður Gilfélagsins og Guðmundur Ármann Sigurjónsson, listamaður og kennari, koma saman í Deiglunni og sýna lítil verk á pappír, vatnslitamyndir af Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu, vídeo verk og fjögur málverk í raunstærð af fjölskyldu og vinum.
Nánar hér
_ _ _
- 14.00 - 14.30 – Einfaldlega einlægt, í Listasafninu
Almenn leiðsögn um sýningu Kötu saumakomu – Einfaldlega einlægt. Katrín Jósepsdóttir (1914-1994) vann margvísleg störf á lífsleiðinni, en snemma fór hún að sauma og var því oftast kölluð Kata saumakona.
Nánar hér
_ _ _
- 15.00 - 15.30 – Afar ósmekklegt, í Listasafninu
Almenn leiðsögn um sýningu Melanie Ubaldo í Listasafninu.
Nánar hér
_ _ _
- 15.00 - 15.30 – Heimatónleikar í Naustahverfi
Ásdís Arnardóttir sellóleikari, Dagbjört Ingólfsdóttir fagottleikari og Steinunn Hailer Halldórsdóttir píanóleikari bjóða til klassískra tónlleika í heimahúsi - í Klettatúni 13.
Nánar hér
_ _ _
- 16.00 - 16.30 – Töfrasproti tréristunnar
Almenn leiðsögn um sýningu Drafnar Friðfinnsdóttur – Töfrasproti tréristunnar. Dröfn Friðfinnsdóttir (1946-2000) nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1962-1963 og við Dupointskólann í Kaupmannahöfn 1964. Haustið 1982 hóf hún nám við Myndlistaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan frá málaradeild 1986. Hún hélt áfram námi í Finnlandi 1987-1989. Dröfn hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir list sína og 1998 var hún Bæjarlistamaður Akureyrar.
Nánar hér