Fara í efni
Akureyrarvaka

30 ára afmælishátíð Listasafnsins á Akureyri

Upphafið! Kristján Steingrímur, Haraldur Ingi Haraldsson og Þorvaldur heitinn Þorsteinsson undirbúa fyrstu sýninguna í Listasafninu á Akureyri árið 1993. Ljósmynd: Golli.

Um helgina verður 30 ára afmæli Listasafnsins á Akureyri – á Akureyrarvöku. Afmælishátíðin hefst annað kvöld með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS og á laugardagverður blásið til mikillar listahátíðar þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur ávarp við opnun sýninganna á laugardag, einnig Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hlynur Hallsson safnstjóri.

Enginn aðgangseyrir verður inn á safnið laugardag og sunnudag. Einnig er vert að geta þess að enginn aðgangseyrir er á tónleika HlaskontraBAS á föstudagskvöldið.

Dagskrá afmælishelgarinnar verður sem hér segir:

FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST

22.00 – HLASkontraBAS Octet, – tónleikar í sal 10.

LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST

Opnun sýninga – safnið opið kl. 15.00 - 23.00

15.20 – Ávörp í sal 4

  • Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
  • Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri
  • Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri

Sýningar:

  • Samsýning – Hringfarar
  • Brynhildur Kristinsdóttir – Að vera vera
  • Kata saumakona – Einfaldlega einlægt
  • Dröfn Friðfinnsdóttir – Töfrasproti tréristunnar
  • Melanie Ubaldo – Afar ósmekklegt 

16.00 – Listamannaspjall með Melanie Ubaldo í sal 12. Stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri.

16.30 – Listamannaspjall um samsýninguna Hringfarar í sölum 02-05. Stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri.

17.00 – Mysingur VI, tónleikar í Mjólkurporti Listasafnsins.

  • Þriðji og síðasti Mysingur sumarsins fer fram á Akureyrarvöku, laugardaginn 26. ágúst kl. 17. Að venju verða tónleikarnir haldnir í Mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri og að þessu sinni koma fram Helgi og hljóðfæraleikararnir og Miomantis. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa mat og drykki frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Akureyrarvöku og unnin í samstarf Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar. 

20.15 – Að vera vera – Yuliana Palacios fremur gjörning út frá samnefndri sýningu Brynhildar Kristinsdóttur.

20.45 – The Visitors: Uppsetning, tilgangur og tilurð. Hlynur Hallsson, safnstjóri, og Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri og myndlistarmaður, eiga samtal um velgengni verksins, uppsetningu, tilgang þess og tilurð.

Ragnar Kjartansson þegar stórbrotin sýning hans – The Visitors – var opnuð í Listasafninu á Akureyri í febrúar. Sýningunni lýkur 17. september næstkomandi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST

Afmælisleiðsögn

11.00 – Fjölskylduleiðsögn og listasmiðja um samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Afmæli.

12.00 – Brynhildur Kristinsdóttir – Að vera vera. (kl. 12.30 - ensk leiðsögn)

13.00 – Samsýning – Hringfarar. (kl. 13.30 - ensk leiðsögn)

14.00 – Kata saumakona – Einfaldlega einlægt. (kl. 14.30 - ensk leiðsögn)

15.00 – Melanie Ubaldo – Afar ósmekklegt. (kl. 15.30 - ensk leiðsögn)

16.00 – Dröfn Friðfinnsdóttir – Töfrasproti tréristunnar. (kl. 16.30 - ensk leiðsögn)

Yfirstandandi sýningar

  • Ragnar Kjartansson  – The Visitors  
  • Safneign Listasafns Háskóla Íslands – Stofn
  • Samsýning norðlenskra myndlistarmanna – Afmæli  

Heimasíða Listasafnsins á Akureyri