Fara í efni
Umræðan

Styðjum Njál Trausta með sjálfstæðisstefnuna í öndvegi

Sterkan reynslumikinn leiðtoga þarf til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í víðfeðmu Norðausturkjördæmi. Viðkomandi þarf að búa yfir skýrri sýn, ná til sem flestra, heiðarleika og traust, góða ímynd og orðspor.

Framundan eru mikilvægar alþingiskosningar. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vinna traust kjósenda að nýju. Þar skiptir mestu erindi sjálfstæðisstefnunnar. Verja þarf frelsið sem reynst hefur uppbyggingu þjóðfélagsins farsælt. Samfélag frjálsra viðskipta en meiri festu í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Við eigum að skapa fjölbreytt tækifæri blómlegs atvinnulífs sem ber trausta velferðarþjónustu, samfélags sáttar og umburðarlyndis. Við leggjum áherslu á jafnræði. Við viljum stjórnmál byggðafestu.

Sem fyrr eru lausnirnar fólgnar í athafnafrelsi einstaklinga og grunngildum sjálfstæðisstefnunnar. Endurheimta þarf þá bjartsýni og uppbyggingarhug sem oft hefur einkennt samfélagið. Við eigum að hafna auknum ríkisafskiptum í landi tækifæra.

Njáll Trausti skyldi leiða lista sjálfstæðismanna til sigurs í næstu þingkosningum. Reynsla hans úr atvinnulífi og starf innan sveitarstjórna er mikilvæg. Ötult starf hans á Alþingi frá árinu 2016 hefur verið Norðausturkjördæmi mikilvægt.

Störf Njáls Trausta einkennast af yfirvegun, réttsýni og reisn. Hann hefur verið mikilvægur fulltrúi okkar landsbyggðar.

Þegar sjálfstæðismenn stilla upp sigurstranglegu sóknarliði Norðausturkjördæmis ættu þeir að kjósa áfram Njál Trausta Friðbertsson til forystu.

Guðjón Steindórsson og Ragnar Ásmundsson eru fulltrúar á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00