Fara í efni
Umræðan

Sex vilja forstjórastarf í nýrri stofnun

Sex sóttu um starf forstjóra nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar, sem verður til með sameiningu Orkustofnunar og hluta Umhverfisstofnunar, með aðsetur á Akureyri. Stofnunin mun taka til starfa 1. janúar 2025. Starfið var auglýst í byrjun júlí og rann umsóknarfrestur út 25. júlí. „Leitað er eftir leiðtoga til að setja á fót nýja faglega sterka stofnun og eiga veigamikinn þátt í að Ísland nái settum markmiðum í þágu loftslagsmála og sjálfbærrar nýtingu auðlinda,“ sagði meðal annars í auglýsingu um starfið.

Eftirtalin sóttu um starfið:

  • Björn Arnar Hauksson, deildarstjóri hjá Orkustofnun
  • Gestur Pétursson, M.Sc. iðnaðar- og rekstrarverkfræði
  • Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur og mannauðsstjóri
  • Markús Ingólfur Eiríksson, doktor í endurskoðun
  • Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur
  • Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Í nefndinni sitja þau Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, formaður, Kristján Skarphéðinsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri, og Finnur Árnason, formaður stjórnar NLSH.

Ráðuneytið auglýsti þrjár forstjórastöður samtímis í byrjun júlí, Náttúrufræðistofnunar með aðsetur forstjóra á Vesturlandi, Náttúruverndarstofnunar með starfsstöð á Hvolsvelli, og Umhverfis- og orkustofnunar. Aðsetur nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verður á Akureyri, nánara tiltekið verður starfsstöð forstjóra stofnunarinnar á Akureyri, en stofnunin verður með starfsstöðvar víða um land, að því er fram kom í starfsauglýsingunni. 

„Gert er ráð fyrir að forstjóri vinni að mótun skipulags og innleiðingu nýs skipurits í sameinaðri stofnun Orkustofnunar og hluta Umhverfisstofnunar. Hlutverk forstjóra mun felast að miklu leyti í breytingastjórnun og sameiningarferli fyrstu árin sem og mótun helstu áherslna, verkefna og starfshátta stofnunarinnar,“ segir ennfremur í auglýsingu um starfið.

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45

Bleikur dagur

Ingibjörg Isaksen skrifar
23. október 2024 | kl. 13:30