Fara í efni
Umræðan

Kristján sjötugur - tertur í öllum skipum

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, er sjötugur í dag. Mynd: Samherji.

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og einn af stofnendum fyrirtækisins, er sjötugur í dag. Af því tilefni gæddu áhafnir allra skipa Samherja sér á dýrindis afmælistertum. Frá þessu er sagt á vef Samherja.

Frétt Samherja er stutt og laggóð með tertumyndum úr nokkrum skipum fyrirtækisins. 

„Kokkar skipanna skreyttu afmælisterturnar með sínum hætti, afmælisbarninu til heiðurs og skipstjórar sendu honum afmæliskveðjur frá áhöfnum. Sömu sögu er að segja um ýmsar starfsstöðvar Samherja, þar var haldið upp á tímamótin,“ segir í frétt fyrirtækisins. 


Svona var tertan um borð í Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, en það skip heitir eftir föður Kristjáns. Mynd: Samherji.

Kristján er þar meðal annars nefndur sem frumkvöðull og leiðandi í þróunarverkefnum. „Togarafloti Samherja hefur í áranna rás verið í stöðugri þróun, þar sem áhersla er lögð á náið samstarf Samherja og framleiðendur búnaðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða sérhæfðar lausnir sem byggja á nýsköpun og frumkvöðlastarfi, sem við Íslendingar getum verið stoltir af. Kristján hefur stuðlað að og verið leiðandi í slíkum þróunarverkefnum.

Þá sendir samverkamaður Kristjáns og frændi, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, honum kveðjur og samgleðst honum á þessum tímamótum.  „Kristján er traustur, framsýnn og frjór í hugsun. Samstarf okkar hefur verið afar farsælt í gegn um tíðina, bæði þegar vel hefur árað og þegar blásið hefur á móti. Það er ekki sjálfgefið að eiga slíka sögu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10

Heimur á villigötum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:00

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00