Fara í efni
Umræðan

Hátíð í Höllinni – Þór beint upp í efstu deild?

Fjölmennt var í Höllinni og frábær stemning í úrslitaeinvígi Þórs og Fjölnis um sæti í efstu deild á síðasta ári. Myndin er tekin þá og Þórsarar vonast eftir ámóta fjöri í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Handboltalið Þórs tekur í dag á móti ungmennaliði HK (HK2) í lokaumferð Grill 66 deildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins. Þórsarar eru á toppnum og nægir jafntefli til þess að tryggja sér sigur í deildinni og þar með sæti í efstu deild á ný eftir fjögurra ára fjarveru.

Leikurinn hefst kl. 16.15 í Íþróttahöllinni á Akureyri og vonast Þórsarar eftir að stuðningsmenn liðsins fjölmenni og stemningin verði ámóta og þegar Þór og Fjölnir háðu eftirminnilegt úrslitaeinvígi um sigur í deildinni fyrir ári síðan. Þá töpuðu Þórsarar naumlega með eins marks mun í oddaleik en eru í mjög vænlegri stöðu að þessu sinni. Þeir unnu fyrri leikinn gegn HK2 í vetur með átta marka mun í Kópavogi.

Oddur Gretarsson í kunnuglegri stöðu – í heimaleiknum gegn Herði frá Ísafirði í vetur. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Oddur Gretarsson er einn þeirra Þórsara sem sneru heim á ný fyrir þetta keppnistímabil. Oddur lék í rúman áratug sem atvinnumaður í Þýskalandi en sér nú fram á að fyrsta takmarki verði náð: sæti í efstu deild.

„Kæra Þórsfjölskylda, framundan er síðasti deildarleikur vetrarins. Dæmið er einfalt, með sigri vinnum við deildina og tryggjum okkur sæti í deild þeirra bestu, þar sem við viljum vera,“ segir Oddur í ávarpi til stuðningsamanna á heimasíðu Þórs. „Þess vegna viljum við hvetja alla Þórsara til að taka daginn frá, mæta í höllina, styðja við bakið á okkur og taka þátt í að stíga þetta skref í þeirri vegferð sem við erum í. Sjáumst í Höllinni.“

  • Grill 66 deild karla í handknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 16:15
    Þór - HK 2

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00