Fara í efni
Skip dagsins

Ævintýraleg kaflaskipti og KA/Þór er úr leik

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Stelpurnar í KA/Þór duttu út úr bikarkeppninni í handbolta í gærkvöldi. Þær fengu lið Stjörnunnar úr Garðabæ í heimsókn og töpuðu með fjögurra mark mun, 22:18.

Leikurinn var ævintýralega kaflaskiptur; Stelpurnar okkar í KA/Þór höfðu fimm marka forystu eftir fyrri hálfleikinn 12:7, en seinni hálfleikurinn fór 15:6 fyrir Stjörnuna.

KA/Þór gerði fyrsta mark seinni hálfleiks, komst þá í 13:7 og staðan var 14:8 þegar fimm og hálf mín. var liðin. Eftir það, í tæpar 25 mín. gerði KA/Þór því aðeins fjögur mörk; þegar Susanne Denis gerði 18. og síðasta mark liðsins, breytti stöðunni í 18:14, sýndi leikklukkan að 47 mín. og 17 sek. voru liðnar þannig að heimaliðið skoraði ekki tæplega 13 síðustu mínúturnar. Stjarnan gerði því átta síðustu mörkin.

Mörk KA/Þ​órs: Sus­anne Denise Petter­sen 7, Lydía Gunnþórs­dótt­ir 4 (1 víti), Ólöf Krist­ín Þor­steins­dótt­ir 3, Anna Þyrí Hall­dórs­dótt­ir 3, Elsa Björg Guðmunds­dótt­ir 1.

Var­in skot: Matea Lonac 7 (24,1%)

Mörk Stjörn­unn­ar: Tinna Sig­ur­rós Trausta­dótt­ir 6, Anna Kar­en Hans­dótt­ir 5, Embla Stein­dórs­dótt­ir 4, Eva Björk Davíðsdótt­ir 3, Guðmunda Auður Guðjóns­dótt­ir 2, Hanna Guðrún Hauks­dótt­ir 1, Anna Lára Davíðsdótt­ir 1.

Var­in skot: Hrafn­hild­ur Anna Þor­leifs­dótt­ir 4 (28,6%), Aki Ues­hima 2 (20%)

Leikskýrslan