Fara í efni
Pistlar

Fataskiptislá sett upp við bókasafn MA

Fatasláin stendur framan við bókasafn Menntaskólans. Mynd: ma.is.

Umhverfisnefnd Menntaskólans á Akureyri tekur til sinna ráða í baráttunni við mengun og umhverfisspjöll sem fylgja offramleiðslu á fatnaði. Fyrr í vikunni kynnti nefndin nýtt og áhugavert verkefni, fataskiptaslá sem staðsett er framan við bókasafn skólans. Þar er fólki frjálst að koma með fatnað og/eða taka af slánni eftir því hvað hentar. 

Það er ekki að ástæðulausu sem nefndin tekur upp á þessu, en í tilkynningu nefndarinnar segir meðal annars að textíliðnaðurinn sé einn sá umfangsmesti í heiminum og honum fylgi gríðarleg mengun og umhverfisspjöll. Framleiðsla á fantaði hefur nær tvöfaldast frá árinu 2000 og á sama tíma er þróunin í þá átt að fatnaði er hent í ruslið fyrr en áður. Bent er á að þar sé um að kenna aukinni áherslu framleiðenda og kaupenda á svokallaða skynditísku. Umhverfisnefnd MA hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum til að sporna við frekari sóun. 

„Verum partur af lausninni en ekki vandanum! Kaupum minna, kaupum notað, notum lengur, gerum við og endurvinnum meira,“ segir meðal annars í frétt á vef skólans um þetta skemmtilega og þarfa framtak umhverfisnefndarinnar. 

Beggja skauta byr

Jóhann Árelíuz skrifar
03. nóvember 2024 | kl. 11:11

Nenni ekki þessu kennaravæli

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
01. nóvember 2024 | kl. 14:00

Kenndi fyrir framan annan kennara

Orri Páll Ormarsson skrifar
01. nóvember 2024 | kl. 12:30

Gífurrunnar

Sigurður Arnarson skrifar
31. október 2024 | kl. 09:00

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Karlakór í Kalabríu – II

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. október 2024 | kl. 11:00