Fara í efni
Íþróttir

Vélsleðakappar í Tindastóli – MYNDIR

Baldvin Gunnarsson sem varð hlutskarpastur í flokki þeirra bestu er með forystu í stigakeppninni. Ljósmyndir: Katla Mjöll Gestsdóttir

Fjórða keppni af fimm til Íslandsmeistaratitils í snjókrossi fór fram í Tindastóli við Sauðárkróki um síðustu helgi; Arctic Cat keppnin.

Veðrið var ekki eins og best var á kosið fram eftir degi en úr rættist eftir því sem leið á keppnina. Auk hefðbundinnar keppni í flokkunum fimm fór að þessu sinni fram krakkakeppni.

Sigurður Bjarnason sigraði í unglingaflokki, Guðjón Guðmundsson í Sport lite flokki, í Sport flokki vann Frímann Geir Ingólfsson, Alex Þór Einarsson í Pro lite flokki og í flokki þeirra bestu, Pro open, fór Baldvin Gunnarsson með sigur af hólmi eftir spennandi keppni. Eknar eru þrjár umferðir í hverjum flokki; í þeirri fyrstu í Pro open flokknum var mikil keppni á milli Baldvins og Jónasar og hafði sá síðarnefndi betur. Í næstu umferð sigraði Baldvin hins vegar með miklum yfirburðum og í þeirri þriðju og síðustu varð Baldvin aftur fyrstur, eftir mikla keppni við Einar Sigurðsson.

Staðan í stigakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn er þessi, þegar ein keppni er eftir:

Unglingaflokkur
Sigurður Bjarnason (267), Tómas Karl Sigurðarson (261), Árni Helgason (241)

Sport flokkur
Frímann Geir Ingólfsson (290), Birgir Ingvarsson (243), Gabríel Arnar Guðnason (179)

Pro lite flokkur
Alex Þór Einarsson (275), Ármann Örn Sigursteinsson (256), Sigurður Kristófer Skjaldarson (200)

Pro open flokkur
Baldvin Gunnarsson (277), Ívar Már Halldórsson (254), Jónas Stefánsson (248)

Alex Þór Einarsson sigraði í Pro lite flokki og er efstur í stigakeppninni.

Birgir Ingvarsson í Sport flokki.

Einar Sigurðsson sem varð í öðru sæti í Pro open flokknum í Tindastóli.

Sigurður Bjarnason stendur best að vígi í unglingaflokki.

Sigþór Hannesson sem keppir í Pro lite flokki.

Keppendur í unglingaflokki bruna af stað.

Frímann Geir Ingólfsson sem sigraði í Sport flokki og er stigahæstur í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn.

Guðjón Guðmundsson sem sigraði í Sport lite flokki.

Frá krakkakeppninni.

Frá krakkakeppninni.