Baldvin var bestur þeirra bestu – MYNDIR
Akureyringurinn Baldvin Gunnarsson varð Íslandsmeistari í flokki hinna bestu, svokölluðum Pro Open flokki, í snjókrossi – snocross – eftir harða baráttu við Ívar Halldórsson og Jónas Stefánsson í vetur.
Fimmta og síðasta keppni Íslandsmótsins fór fram á laugardaginn á Fjarðarheiði, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Spenna var mikil meðal keppenda og áhorfenda enda mjótt á munum í flestum flokkum fyrir keppni og því mikið í húfi.
Keppnin á laugardaginn var frábrugðin öðrum í vetur að því leyti að fjórir keppendur frá Bandaríkjunum komu og tóku þátt í Pro Open flokknum. Þeir eru atvinnumenn í íþróttinni og með gríðarlegu reynslu og því var ljóst að keppnin yrði erfið fyrir Íslendingana. Bandaríkjamennirnir, Adam Peterson, Kyle Pallin og Ryley Bester röðuðu sér í efstu sætin en Bjarki Sigurðsson gaf þeim lítið eftir og fylgdi fast á eftir.
Veður var eins og best var á kosið 12 stiga hiti og sól.
Vert er að geta þess að allar upptökur frá keppninni má finna á YouTube rásinni Fuel Kött – smellið hér til að horfa. Þeir sem að rásinni standa hafa tekið upp og lýst öllum mótum vetrarins.
- Hér að neðan má sjá öll úrslit og glæsilegar myndir Kötlu Mjallar Gestsdóttur.
Adam Peterson sigraði í besta flokknum, Pro Open, fyrir austan á laugardaginn.
Alex Þór Einarsson sem varð Íslandsmeistari í Pro Lite flokki.
Úrslit keppninnar um helgina:
Unglingar
- Sigurður Bjarnason
- Elvar Máni Stefánsson
- Skírnir Daði Arnarson
- Grímur Freyr Hafrúnarsson
Sport lite
- Birkir Þór Arason
- Egill Stefán Jóhannsson
- Ívar Helgi Grímsson
- Svala Björk Svavarsdóttir
Sport
- Birgir Ingvarsson
- Gabríel Arnar Guðnason
- Frímann Geir Ingólfsson
- Tómas Orri Árnason
Pro lite
- Ásgeir Frímansson
- Alex Þór Einarsson
- Kolbeinn Thor Finnsson
- Ármann Örn Sigursteinsson
Pro Open
- Adam Peterson
- Kyle Pallin
- Ryley Bester
- Bjarki Sigurðsson
Lokastaðan í keppni um Íslandsmeistaratitilinn:
Unglingar
- Sigurður Bjarnason
- Tómas Karl Sigurðarsson
- Elvar Máni Stefánsson
Sport
- Frímann Geir Ingólfsson
- Birgir Ingvarsson
- Gabríel Arnar Guðnason
Pro lite
- Alex Þór Einarsson
- Ármann Örn Sigursteinsson
- Kolbeinn Thor Finnsson
Pro open
- Baldvin Gunnarsson
- Jóna Stefánsson
- Ívar Halldórsson
Þá er lokið lang fjölmennasta keppnistímabili í snjókrossi hingað til. Nýliðun var mikil og búist er við enn frekari fjölgun næsta vetur, að sögn þeirra sem að keppninni standa. Í tilkynningu er áhugasömum um sportið bent á að samband á netfangið kkafelog@gmail.com.
Frímann Geir Ingólfsson sem varð Íslandsmeistari í Sport flokki.
Bradley Tatro
Kyle Pallin
Riley Bester