Tilþrifin hlýjuðu mönnum í frostinu
AMS Lynx snjókrossið fór fram við Kröflu í gær á Vetrarhátið við Mývatn. Þetta var þriðja umferð Íslandsmótsins í snjókrossi (snocross) en alls verður keppt fimm sinnum. Mótið fór vel fram og voru veðurskilyrði eins og best voru á kosið þrátt fyrir mikinn kulda, að sögn mótshaldara, en 20 stiga frost var í Mývatnssveit í gær!
Jónas Stefánsson sigraði að þessu sinni í flokki þeirra bestu, Pro Open flokki.
Úrslit dagsins urðu sem hér segir:
Unglingaflokkur:
- Sigurður Bjarnason
- Tómar Karl Sigurðsson
- Árni Helgason
Sport flokkur:
- Frímann Geir Ingólfsson
- Birgir Ingvason
- Gabríel Arnar Guðnason
Pro Lite flokkur:
- Alex Þór Einarsson
- Ármann Örn Sigursteinsson
- Sigþór Hannesson
Pro Open flokkur:
- Jónas Stefánsson
- Baldvin Gunnarsson
- Ívar Már Halldórsson
Eftir þessa þriðju keppni er Tómas Karl með forystu í stigakeppni unglingaflokks, Frímann Geir hefur forystu í Sport flokknum, Alex Þór í Pro Lite flokki og Baldvin Gunnarsson er efstur í Pro Open flokki.
Sigurður Bjarnason sem vann unglingaflokkinn. Ljósmynd: Katla Mjöll Gestsdóttir.
Alex Þór Einarsson varð hlutskarpastur í Pro Lite flokki. Ljósmynd: Katla Mjöll Gestsdóttir.
Frímann Geir Ingólfsson sem vann Sport flokkinn. Ljósmynd: Katla Mjöll Gestsdóttir.
Jónas Stefánsson sem sigraði í Pro Open flokknum í gær. Ljósmynd: Katla Mjöll Gestsdóttir.