Þórsstelpurnar töpuðu naumlega fyrir Fjölni
Þór tapaði í kvöld með átta stiga mun fyrir Fjölni, 70:62, í Subway deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Þetta var fyrsti útileikur stelpnanna á tímabilinu.
- Stigaskor eftir leikhlutum: 21:15 – 13:17 – (34:32) – 15:18 – 21:12 – 70:62
Fjölnisliðið byrjaði mun betur en Stelpurnar okkar söxuðu smám saman á forskotið og aðeins munaði tveimur stigum í hálfleik, 34:32. Hrefna Ottósdóttir fann fjölina sína í upphafi seinni hálfleiks; hitti úr þremur þriggja stiga skotum snemma í þriðja leikhluta og Þórsarar komust sjö stigum yfir, 45:38. En það dugði ekki til. Það sem skipti sköpum í kvöld var frábær frammistaða Raquel De Lima Viegas Laneiro í liði heimamanna, svo og ótrúlega slök skotnýting Þórsara á köflum, ekki síst í fjórða og síðasta leikhluta.
Hrefna Ottósdóttir gerði 19 stig fyrir Þór og tók 7 fráköst, Lore Devos gerði 15 stig og náði 5 fráköstum og Madison Anne Sutton gerði 8 stig og tók hvorki meira né minna en 19 fráköst.
Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum
Smellið hér til að sjá umfjöllun Vísis