Fara í efni
Íþróttir

„Stíllinn varð stundum dálítið skrautlegur“

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 66

Þessi óvenjulegu tilþrif náðust á mynd í gamla íþróttahúsinu við Laugargötu, ef að líkum lætur, einhvern tíma um miðbik síðustu aldar.

„Þetta er örugglega hástökk án atrennu. Þá var stokkið upp jafnfætis og stíllinn varð stundum dálítið skrautlegur,“ sagði einn þeirra sem stundaði frjálsíþróttir á þessum árum, þegar hann skoðaði myndina.

Enginn þeirra sem rætt var við áttaði sig á því hvaða íþróttamaður væri á myndinni. Hefur einhver lesandi hugmynd um það? Ábendingar eru vel þegnar á netfangið skapti@akureyri.net