Sigurður ráðinn þjálfari Þórs
Knattspyrnudeild Þórs hefur gengið frá þriggja ára samningi við Sigurð Heiðar Höskuldsson um þjálfun meistaraflokks karla. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í kvöld.
Sigurður Heiðar er 38 ára gamall og starfaði síðast hjá Val sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks en var þar áður aðalþjálfari Leiknis í Reykjavík. þar sem hann náði eftirtektarverðum árangri.
Sigurður er íþróttafræðingur að mennt auk þess að vera að ljúka við UEFA PRO, sem er æðsta þjálfaragráða hér á landi.
„Siggi var efstur á lista stjórnar frá upphafi og sá eini sem við fórum í viðræður við. Erum við því virkilega ánægðir með ráðninguna, hlökkum til samstarfsins og bjóðum hann velkominn í Þorpið,“ segir Sveinn Elías, formaður knattspyrnudeildar Þórs.
Mynd sem Þórsarar birtu með tilkynningunni á heimasíðu sinni í kvöld.