Fara í efni
Pistlar

Samskipti og hrós

Nýlega fór ég á samskiptanámskeið á vegum vinnunnar. Markmiðið með þessu námskeiði var að bæta samskipti og starfsanda. Nei, ég var ekki skikkuð á þetta námskeið þó einhverjir kunni að halda það og finnist löngu tímabært í ljósi þess að ég er stundum óþarflega hreinskilin og stríðin. Ég fór af fúsum og frjálsum vilja vegna þess að ég, eins og aðrir, hef gott af því að rifja upp það sem einkennir góð samskipti.

Á námskeiðinu var farið var yfir hvað hver og einn getur lagt fram til bættra samskipta, t.a.m. vera hjálpsamur, sýna frumkvæði, hlusta á hugmyndir með opnum huga, vera kurteis og tillitssamur, vera stundvís og jákvæður bæði í munnlegri tjáningu og líkamlegri. Heilsa og kveðja, ekki skipa heldur biðja o.s.frv. Einnig var lögð áhersla á að ræða vandamál þegar þau koma upp og bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Síðast en ekki síst að tala um aðra eins og við viljum að sé talað um okkur – útrýma þannig baktali.

Sérstaklega var rætt um mikilvægi þess að hrósa og langar mig að staldra aðeins við það. Mörgum finnst hrós óþægilegt, kunna ekki að hrósa og kunna heldur ekki að taka hrósi. Finnst það bara vandræðalegt. Það er kúnst að hrósa svo það skili sér rétt. Það er ekki nóg að hrósa bara eitthvað út í bláinn heldur þarf hrósið að tengjast einhverju ákveðnu sem er jákvætt og gott. Þar erum við einmitt komin að kjarna málsins. Til að geta hrósað þurfum við að taka eftir því sem er jákvætt í fari annarra eða umhverfinu. Og þegar við leggjum okkur fram um að sjá það sem er jákvætt í fari annarra þá horfum við ósjálfrátt minna á það sem er neikvætt. Þannig nær jákvæðni yfirhöndinni sem leiðir til betra starfsumhverfis.

Mig langar að nota þetta tækifæri og hrósa Icelandair hotels á Akureyri fyrir að vera með þægilegan sófa og góða þjónustu. Því miður hefur það í undantekningatilvikum þau áhrif að ónafngreind miðaldra frú á Brekkunni situr óþarflega lengi og þarf að skilja bílinn eftir. Það er henni ekki sérstaklega til hróss en hún lærir kannski af því.

Jóna Jónsdóttir er „miðaldra kona á Brekkunni“

Hús dagsins: Lundargata 11

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 06:00

Get ég gert eitthvað fyrir þig?

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 12:00

Sköpun og flæði

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 06:00

Broddgreni

Sigurður Arnarson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 11:30

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Af dægurlagatextum

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 08:00