Fara í efni
Pistlar

Rauði krossinn – til taks þegar á þarf að halda

RAUÐI KROSSINN - VI

Rauði krossinn er viðbragðsaðili í neyð og býr yfir mikilli reynslu á því sviði, enda er neyðaraðstoð eitt elsta og stærsta verkefni Rauða krossins um heim allan og skylduverkefni allra deilda á landsvísu. Hér á landi hefur Rauði krossinn sinnt neyðarvörnum í um hálfa öld.

Neyðarvörnum má að mestu skipta í tvo flokka. Annars vegar fjöldahjálp og hins vegar sálrænan stuðning, en flest verkefni eru samspil af hvoru tveggja. Meðal verkefna er að opna og starfrækja fjöldahjálparstöðvar og stundum svæði fyrir aðstandendur, halda utan um skráningar og úrvinnslu þeirra og að veita sálfélagslegan stuðning. Rauði krossinn á einnig aðkomu að rekstri þjónustumiðstöðva almannavarna.

Fjöldahjálp

Fjöldahjálparstöðvar er hægt að opna og starfrækja með skömmum fyrirvara til að bjóða þolendum náttúruhamfara og annarra alvarlegra atburða öruggt skjól. Þar er þeim séð fyrir helstu grunnþörfum svo sem mat, fatnaði og húsaskjóli. Einnig er gert ráð fyrir að í boði sé ýmis frekari þjónusta svo sem skyndihjálp, sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingar.

Mörg hundruð sjálfboðaliða Rauða krossins eru þjálfaðir í að starfrækja fjöldahjálparstöðvar og sækja námskeið reglulega til að viðhalda þekkingunni.

Fjöldahjálparstöðvar eru í flestum tilfellum staðsettar í skólum en einnig má gera ráð fyrir að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar í félagsheimilum, samkomuhúsum, hótelum eða íþróttahúsum. Allt fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni. Á Eyjafjarðarsvæðinu eru fjöldahjálpastöðvar staðsettar í Lundarskóla á Akureyri, Dalvíkurskóla og í grunnskólum Fjallabyggðar, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði.

Öll sem eru 23 ára og eldri geta sótt um að vera sjálfboðaliðar í fjöldahjálp.

Viðbragðsteymi

Viðbragðsteymi Rauða krossins veitir þolendum húsbruna, hópslysa og annarra alvarlegra atburða sálrænan stuðning og tryggir að grunnþörfum eins og að fá fæði, klæði og húsaskjól sé sinnt, auk þess að stýra aðgerðum Rauða krossins á vettvangi.

Hópurinn er mannaður sjálfboðaliðum með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga það sammerkt að hafa þekkingu og reynslu af sálrænum stuðningi í gegnum menntun, reynslu og fyrri störf. Allir sjálfboðaliðar hljóta jafnframt þjálfun í sálrænum stuðningi, neyðarviðbrögðum og skyndihjálp hjá Rauða krossinum, helst áður en þeir hefja störf í hópnum. Inntökuskilyrði eru í viðbragðshóp og aldurstakmarkið er 25 ára.

Rauði krossinn á Íslandi leggur metnað í að hafa ávallt vel þjálfaða sjálfboðaliða sem sinna fjölbreyttum verkefnum og starfa eftir grundvallarhugsjónum Rauða krossins. Ef þú vilt vera sjálfboðaliði í neyðarvörnum eða taka þátt í öðrum verkefnum Rauða krossins getur þú fyllt út umsókn á vefnum okkar www.raudikrossinn.is eða hringt í síma 570-4270 og fengið nánari upplýsingar.

--

Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.

Hangið aftan í

Jóhann Árelíuz skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Lundargata 11

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 06:00

Get ég gert eitthvað fyrir þig?

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 12:00

Sköpun og flæði

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 06:00

Broddgreni

Sigurður Arnarson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 11:30

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30